Fornleifaskráning í Ísafjarðarbæ
Náttúrustofa Vestfjarða hefur umsjón með verkefninu Fornleifaskráning í Ísafjarðarbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúrustofunnar og Forleifastofnunar Íslands og unnið fyrir Ísafjarðarbæ. Verkið er unnið af Ragnari Edvardssyni, fornleifafræðingi.
Verkefnið hófst sumarið 2002 og var svæðið í Skutulsfirði skráð. Af þeim 13 jörðum sem áður voru í byggð í Eyrarhreppi hinum forna voru jarðirnar Eyri, Seljaland, Tunga, Hafrafell, Engidalur og Kirkjuból fornleifaskráðar.
Í þessum fyrsta hluta voru 359 minjastaðir svæðisskráðir og 175 aðalskráðir. Af þeim voru 130 staðir horfnir vegna ýmissa ástæðna en 15 sáust í yfirborði.
Ragnar Edvardsson og Ruth A, Maher. 2002. Fornleifaskráning í Ísafjarðarbæ. I. hluti Eyrarhreppur hinn forni. Svæðisskráning og aðalskráning. Jarðir: Eyri, Seljaland, Tunga; Hafrafell, Engidalur, Fossar og Kirkjuból. Náttúrustofa Vestfjarða og Fornleifastofnun Íslands. NV nr. 6-02. 93 bls.(útdráttur)
Áætlað er að á næstu árum verði haldið áfram að skrá fornminjar í Ísafjarðarbæ.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is