Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vöktun kríu á Vestfjörðum

Kría í Skutulsfjörður
Kría í Skutulsfjörður

Krían (Sterna paradisaea) er komin á Vestfirði og fyrstu fréttir um að að hún hafi sést í ár var í Dýrafirði 8. maí, á Bíldudal 10. maí, á Pateksfirði 11. maí, á Ísafirði 13. maí og í Bolungarvík 16. maí.

 Krían flýgur lengst allra fugla á milli varpstöðva og vertrarstöðva og er algengur varpfugl hér á landi.

Krían er þekkt fyrir að verja varpland sitt af hörku og aðrir fuglar njóta góðs af því að verpa í nágrenni hennar[1]. Stærstu vörpin hafa verið á annnesjum, einkum vestanlands og norðan[2] en hún verpir á láglendum strandsvæðum og eyjum en einnig inn til landsins við ár og vötn eða við tjarnir í þéttbýli[3]. Sandsíli er aðalfæða kríunnar við sjávarsíðuna, en hornsíli inn til landsins. Önnur fæða er t.d. seyði hrognkelsa og marhnúts, skordýr, krabbadýr og burstaormar[4]. Kríuvarpi hefur hnignað víða á landinu frá og með 2005 þegar hrun varð í sandsílastofninum og varpárangur var lélegur flest árin eftir það í mörgum af stærstu kríubyggðum á Suður- og Vesturlandi[5]. Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2018 á 91 tegund fugla þá var krían ein af 41 fuglategund á válista en hún var ekki á fyrri válista Náttúrufræðistofnunar árið 2000[6]

Náttúrustofa Vestfjarðar fyrirhugar að vakta kríuvarp á Vestfjörðum og verður með langtímavöktun í talningum en marktækar talningar hafa hingað til verið tiltölulega fáar. Allar ábendingar um kríu eru vel þegnar og nú bíðum við eftir að frétta af komu Óðinshanans.

 

[1] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[2] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit 55

[3] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[4] Jóhann Óli Hilmarsson. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=14

[5] Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/kria-sterna-paradisaea

[6] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla

 

Meira

Umhverfisvottun 2020

1 af 2

Umhverfisvottun vestfirsku sveitarfélaganna fékkst staðfest snemma í mars 2020. Það var ýmislegt sem tafði bæði úttektina og frágang vottunarinnar. Eins og undanfarin ár sér María Maack um þungan af verkefnastjórnuninni og aflar gagna til að staðfesta árangur hvers árs. Nýlega fengu aðrir starfsmenn innan NAVE einnig þjálfun í kerfinu og innsýn í vinnuna. Viðmiðunarskýrslan er þó ætíð á síðum Vestfjarðastofu undir verkefnum, umhverfismál. 

Meira

Lóan er komin!

Heiðlóa í botni Skutulsfjarðar.mynd Gallo
Heiðlóa í botni Skutulsfjarðar.mynd Gallo

Að minnsta kosti 20 heiðlóur sáust í botni Skutulsfjarðar á laugardaginn. Nú þurfum við bara að hafa augun opin fyrir spóanum og sandlóunni, en eins og kvæðið segir, þá getum við verið vonglöð um að sumarið fari loksins að koma!!

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,

að kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefir sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.

Páll Ólafsson (1827 - 1905)

Meira
Fleiri fréttir

Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is