Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

9 ára gömul sandlóa frá Bolungarvík sást í Frakklandi

Litamerkta sandlóan í Frakklandi. Mynd: Christian Kerihuel.
Litamerkta sandlóan í Frakklandi. Mynd: Christian Kerihuel.

Sandlóa (Charadrius hiaticula) er farfugl sem er með vetrarstöðvar í suður Evrópu og vestur Afríku.

Árið 2004 hófst rannsóknarverkefni á sandlóum á Suðurlandi og Vestfjörðum sem var meistaraverkefni Böðvars Þórissonar, fyrrverandi starfsmanni Náttúrustofu Vestfjarða. Verið var að kanna lýðfræði sandlóu t.d. varpvistfræði og farhætti. Fullorðnar sandlóur voru fangaðar á hreiðri og þær litmerktar (litaðir plasthringir á fótum) en ófleygir ungar fengu stálmerki.

Böðvar stálmerkti ófleygan unga í Hlíðardal í Bolungarvík árið 2007 og náði svo sama fugli tveimur árum seinna á hreiðri við Hanhól í Bolungarvík. Fuglinn, sem er kvenfugl, var þá litmerktur og hefur sést í Bolungarvík öll sumur fram til 2015. Vitað er til þess að klak hafi heppnast a.m.k. í fimm sumur af þeim sjö sem fuglinn hefur sést. Þessi fugl sást og var myndaður í Frakklandi við hafnarsvæðið í Saint-Guenole þann 12. september síðast liðinn.

Sandlóuungi sem Böðvar merkti árið 2004 í Holtsodda í Önundarfirði og náðist svo síðar á hreiðri, er elsta sandlóan (svo staðfest sé) í þessum litmerkta stofni á Vestfjörðum. Hún sást síðast sumarið 2015 og var þá orðin 11 ára gömul. Sandlóur geta auðvitað orðið eldri en þetta og er vitað um 21 ára sandlóu frá Englandi, sást þar síðast árið 2015.

Við þökkum Christian Kerihuel kærlega fyrir ljósmyndirnar og Maurine Callens fyrir fuglaskoðunina.

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is