Páskaleikurinn á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík nýtur vaxandi vinsælda en þessa páskana var slegið nýtt aðsóknarmet þegar 530 gestir, ungir og aldnir, mættu á safnið.
Um páskana í fyrra komu 396 gestir og er því um að ræða 34% fjölgun milli ára.
Safnið var opið á miðvikudeginum, fimmtudeginum og laugardeginum en flestir gestir mættu á laugardeginum.
Krakkarnir fengu miðerfið verkefnablöð tengd safninu til að glíma við og að lokum fengu þeir páskaegg í verðlaun. Verkefnin voru skipt upp í þrjú erfiðleikastig frá 0-14 ára en auðvitað fengu eldri áhugasamir systkini, frændfólk, foreldrar og ömmur og afar að aðstoða krakkana.
Það voru samt ekki bara páskaeggin sem voru vinsæl meðal gesta heldur líka lífandi páskaungarnir sem gestir fengu að halda á. Uppstoppaði ísbjörnin á safninu var samt sem áður uppáhaldsdýrið hjá flestum krökkum enda ekki mörg söfn sem eru með eintak af þessari dýrategund til sýnis.
Flestallir gestir virstust ánægðir með heimsóknina á safnið og hlökkum við til að fá þá aftur.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is