Fornleifadeild Náttúrustofu vestfjarða hefur á undanförnum vikum unnið við rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum. Rannsóknin hefur að mestu farið fram á Hrafnseyri auk þess sem könnunarskurðir verða gerðir á Auðkúlu. Margir góðir gestir hafa komið að Hrafnseyri til að kynna sér rannsóknina. Hópur frá Háskólasetri Vestfjarða kom og kynnti sér rannsóknina en sá hópur hefur verið á námskeiði um Gísla sögu Súrsonar. Stjórnandi rannsóknarinar hélt líka fyrirlestur um rannsóknina á Ráðstefnu sem haldin var á Hrafnseyri í tilefni þess að 800 ár voru liðin frá því Hrafn Sveinbjarnarson var veginn að Hrafnseyri. Að fyrirlestri loknum gafst ráðstefnugestum tækifæri að skoða minjarnar undir leiðsögn fornleifafræðina. Á Hrafnseyri var einnig haldi sumarnámskeið á vegum safnafræði við Háskóla íslands. Stjórnadi rannsóknarinnar fræddi áhugasama nemendur og kennara um rannsóknirnar sem standa yfir. Það hefur því verið í nægu að snúast fyrir starfsmenn rannsókarinnar að fræða leikmenn sem lærða um rannsóknina og hefur þetta mælst vel fyrir hjá gestum sem komið hafa á Hrafnseyri.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is