Ársskýrsla Náttúrustofa Vestfjarða fyrir árið 2016 er komin út.
2016 var tuttugasta starfsárið náttúrustofunar en hún er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið.
það eru sex sveitarfélög sem eiga formlega aðild að Náttúrustofu Vestfjarða: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Strandabyggð.
Í skýrslu forstöðumanns segir meðal annars: "(...) Starf náttúrustofunnar gekk líka vel á árinu 2016 og er reksturinn áfram jákvæður. (...) Mikill tími fór í öflun upplýsinga varðandi lög og reglugerðir um fiskeldi en það verkefnasvið er að taka miklum breytingum um þessar mundir þegar umfang greinarinnar fer ört vaxandi. Verkefni fyrir Vegagerðina voru umfangsmikil en rannsóknir í tenglsum við vegaframkvæmdir frá Þórskafirði að Skálanesi annarsvegar og í tengslum við vegaframkvæmdir um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg hinsvegar, var stór þáttur af verkefnum stofunar þetta árið. (...)".
Hægt er að skoða skýrsluna hér: Náttúrustofa Vestfjarða. Ársskýrsla 2016
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is