Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Birdspot vefforrit

Birdspot (fuglastaður) er nýtt vefforrit búið til af Náttúrustofu Vestfjarða, í samvinnu við Birgi Erlendsson vefforritara með styrk frá Ranníba. Vefforritinu var formlega hleypt af stokkunum 5. ágúst og er aðgengilegt öllum tækjum sem eru nettengd.

Til að byrja með verður fuglastaður merktur með áberandi ímmiða á fimm stöðum í nágrenni Látrabjargs. Með því að slá inn birdspot.is í símanum og deila stöðu þinni muntu geta kynnt þér fuglalífið á þinni staðsetninu. Hægt er að fá helstu upplýsingar um tegundir fugla og nánari lýsingu á þeim á fjórum mismunandi tungumálum. Það er von okkar hjá Náttúrustofu Vestfjarða að birdspot.is muni gera fuglaskoðun einfaldari og aðgengilegri fyrir þá ferðamenn sem hafa áhuga á að kynna sér fuglalífið nánar, en ferðast ekki með fuglahandbók eða sjónauka.

Farðu á birdspot.is og kynntu þér nánar fuglana okkar!

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is