Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Bruni á Hrafnabjörgum í Laugardal

Loftmynd þar sem búið er að teikna upp brunnið svæði, ásamt varnargörðum.
Loftmynd þar sem búið er að teikna upp brunnið svæði, ásamt varnargörðum.
1 af 4

3. ágúst 2012 sáust gróðureldar á jörðinni Hrafnabjörgum í Laugardal við Ísafjarðardjúp. Þessir eldar brunnu svo meira og minna í 10 daga en illa gekk að ráða við eldinn. Slökkvilið á norðanverðum Vestfjörðum og einnig frá Hólmavík komu að því að slökkva eldinn ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og bændum úr nágrenninu.

Starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða fór á staðinn og skoðaði áhrif eldanna 17. ágúst. Stærð svæðisins var mæld og reyndist það vera 14,1 ha sem hafði brunnið en varnargarðar sem rutt hafði verið upp voru á um 0,5 ha svæði til viðbótar. Alls hafa því eyðilagst vegna eldanna tæplega 15 ha af grónu landi. Á einum stað sást greinilega að enn rauk úr jarðveginum. Mest virtist hafa brunnið af kjarrlendi með fjalldrapi og víði ásamt bláberjalyngi, krækilyngi og grösum en einnig höfðu brunnið mýrar sem mest hafa líklega verið þaktar klófífu. Náttúrustofa Vestfjarða stefnir að því að fylgjast með framvindu gróðurs eftir brunann og hvernig svæðið grær upp aftur á næstu árum. 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is