Dagur hinna villtu blóma er 17. júní þetta árið. Að því tilefni verður farið í gönguferð og genginn hringur um holt og móa. Mæting kl. 14 við Sævang við Steingrímsfjörð næstkomandi sunnudag. Gert er ráð fyrir að fara hægt yfir. Leiðbeinandi er Hafdís Sturlaugsdóttir. Gönguferðin er samvinnuverkefni Náttúrubarnaskólans, Náttúrustofu Vestfjarða og Sauðfjárseturs í Sævangi. Allir eru velkomnir í gönguna og tilvalið að fá sér kaffi á eftir í Sævangi.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is