Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Fálkabjörgun á ströndum 25. september.

Guðmundur Ágústsson og  fálkinn kominn í búr á Náttúrustofunni.
Guðmundur Ágústsson og fálkinn kominn í búr á Náttúrustofunni.
1 af 5

Ófleigur fálki fannst í vegkantinum á milli Kollafjarðar og Kirkjubóls á Ströndum. 

Guðmundur Ágústsson og Valur Þórðarson fönguðu fuglinn og komu honum til Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík þar sem Guðmundur var á þeirri leið. Létt var að hlaupa fuglinn uppi, en hann baðaði vængjunum. Fuglinn var settur í búr á Náttúrustofunni og fékk vatn og kjöt.

Fuglinn var grútarblautur við komu og þess vegna fékk hann bað í tvígang.  Við skoðun kom í ljós að fuglinn er mjög horaður og hefur borðað vel síðan hann kom en er greinilega særður á báðum vængjum og líklega fæti því hann er haltur. Á næstu dögum mun koma í ljós hversu alvarleg meiðsl hann séu og hvað verður gert, en vegna bólgu í vængjum er ekki hægt að meta það að svo stöddu.  

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is