Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Fleiri fuglategundir farnar að sýna sig

Eyrugla á Hólmavik. Mynd Jóns Halldórsson.
Eyrugla á Hólmavik. Mynd Jóns Halldórsson.
1 af 4

Náttúrustofa Vestfjarða er í samvinnu við hóp fuglaáhugamanna sem senda stofunni mikilvægar upplýsingar um komutíma fugla ásamt fréttum af áhugaverðum flækingsfuglum. Þar sem við getum ekki verið á öllum stöðum erum við þakklát fyrir þessa aðstoð og viljum hvetja fólk til að senda okkur upplýsingar.

Undanfarið hafa borist ábendingar um komu fugla á svæðið. Samkvæmt þessum upplýsingum kom heiðlóa að Kirkjubóli við Steingrímsfjörð í gær. Aðrar tegundir sem sáust í síðustu viku og um páskana eru eyrugla á Hólmavík, gráspör á Ísafirði, nokkrar heiðargæsir og margæsir í Skutulsfirði ásamt því að teista sást koma nálegt landi í fjöru við Húsavík í Steingrímsfirði. Þá hefur undanfarið verið að bætast í hóp þeirra fugla sem hafa að hluta til haft vetursetu á svæðinu. Hér má til dæmis nefna tegundirnar tjald, stelk, lóm, álft, grágæs og hettumáf.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is