Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Flestar algengar fuglategundir mættar vestur

Spói í Engidal. Mynd: Cristian Gallo.
Spói í Engidal. Mynd: Cristian Gallo.

Um þessar mundir eru flestar algengar fuglategundir mættar til Vestfjarða. Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur en þann 22. mars sást til hans í garðinum a Bassastöðum í Steingrímsfirði. Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er mætt en til hennar sást á Hólmavík þann 19. apríl. Til jarðraka (Limosa limosa) sást á Bassastöðum og í Önundarfirði en hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) hefur sést á Bassastöðum, í Súðavík og á Flateyri. Til sandlóu (Charadrius hiaticula) sást í botni Hestfjarða þann 30. apríl. Spói (Numenius phaeopus) sást sama dag í Engidal. Spói er algengur varpfugl á Íslandi. Hann heldur sig í Vestur-Afríku yfir vetrartímann og eru dæmi um að hann hafi flogið frá Íslandi til Afríku án þess að stoppa á leiðinni.

Nú erum við að bíða eftir kríunni en hún ætti að vera á leiðinni frá Suður-Afríku og Suðurskautslandinu þar sem hún dvelur frá u.þ.b. september til maí.

Við þökkum þeim fuglaáhugamönnum sem hafa látið vita af þeim fuglum sem þeir hafa fylgst með og sent upplýsingar á netfangið svartfugl@snerpa.is.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is