Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Fornleifadagur á Hrafnseyri 18. júlí nk.

Náttúrustofa Vestfjarða hefur staðið fyrir verkefninu „Miðaldir í Arnarfirði“ frá árinu 2011. Megin tilgangur verkefnisins er að skrá fornleifar og rannsaka valdar minjar um elstu byggðir í firðinum. Laugardaginn 18. júlí nk. milli kl. 13 og 17 mun Náttúrustofan standa fyrir fornleifadegi að Hrafnseyri í Arnarfirði. Deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofunnar og verkefnastjóri verksins, Margrét Hallmundsdóttir mun ásamt fornleifafræðingunum Margréti Björk Magnúsdóttur og Guðrúnu Jónu Þráinsdóttur ganga um svæðið með gestum og kynna þeim fornleifafundi þar en þær hafa stundað rannsóknir í Arnarfirði í sumar. 

Um þessar mundir eru ofangreinidir fornleifafræðingar við störf að Hrafnseyri þar sem grafið er yfir undirgöngum sem liggja samkvæmt munnmælum frá skála Hrafns Sveinbjarnarsonar niður að sjávarbökkum. Nokkrar kolagrafir hafa einnig fundist á svæðinu sem verið er að kanna. Upphaflega var jörðin nefnd Eyri við Arnarfjörð en er nefnd eftir Hrafni þegar fram kemur á 15. öld, en Hrafn er einnig talinn vera fyrsti lærði læknirinn á Íslandi. Eins og kunnugt er fæddist forustumaður sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, Jón Sigurðsson á Hrafnseyri á 18 öld og bjó þar til 18 ára aldurs. Á Hrafnseyri er nú að finna safn Jóns Sigurðssonar og tilgátubæ sem reystur var eftir lýsingum um fæðingabæ hans.

Það er því margt að sjá og upplifa á Hrafnseyri og eru allir áhugamenn um sögu og fornleifar hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

Til baka

Skrifaðu athugasemd:Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is