Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Fyrirlestur um márhalminn í Breiðafirði

Hafdís Sturlaugsdóttir að flytja fyrirlesturinn. Mynd: Nancy Bechtloff.
Hafdís Sturlaugsdóttir að flytja fyrirlesturinn. Mynd: Nancy Bechtloff.

Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða á Hólmavík, hélt fróðlegan fyrirlestur um rannsóknir á marhálm í Breiðafirði á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands sem haldinn var í Bolungarvík þann 11. apríl.

Marhálmur (Zostera angustifolia) er graskennd sjávarjurt sem vex víða við vestanvert landið einkum við Breiðafjörð en er sjaldgæfur annarsstaðar. Hann er frekar hávaxin dökkgræn jurt með bandlaga blöð sem vex á leirum en einnig í lygnum vogum og vikum. Hann veitir litlum fiskum og öðrum dýrum skjól á flóði. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir t.d. margæsir og álftir. Marhálmur er undir sérstakri vernd samkvæmt OSPAR samningsins (Samningur um verndun Norð Austur Atlantshafsins) sem fullgiltur var á Íslandi 1997.

Erindin á ársfundinum voru tekin upp og eru aðgengileg á facebook síðu Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is