Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Glerperlur með fornum vinnubrögðum víkingaaldar

1 af 3

Glerperlur með fornum vinnubrögðum víkingaaldar vor gerðar á íslandi í fyrsta skipti þegar Náttúrustofa Vestfjarða hélt vinnusmiðju um mánaðarmótin september- október í verkefninu VAST-VIEW, sem fornleifadeild náttúrustofunnar stjórnar. Verkefnið felur í sér að kenna forn vinnubrögð víkingaaldar.

Í vinnusmiðjuni á Íslandi voru byggð tvö hús úr torfi og grjóti. Annarsvegar fjárhús og hinsvegar járnsmiðja og komu erlendir samstarfsfélagar til landsins til þess að læra þessi vinnubrögð af okkur íslandingum, en kennari var Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Í  Vast-veiw verkefninu hafa á þessu ári verið byggð hús í Þýskalandi, Rúmeníu, Englandi og á Íslandi og framundan í verkefninu er að vinna að kennsluefni sem notað verður við kennslu á fornu handverki. Verkefnið er styrkt að Menntaáælun Evrópusambandsins

Einnig var í samstarfi við Fanndísi Huld Valdimarsdóttur nema í glerlist í Listaháskóla íslands  gerður ofn úr leir að fyrirmynd  þeirra sem talið er að hafi verið notaðir á víkingaöld og glerperlur unnar, en þær voru mjög algengur gripir á víkingaöld og finnast í uppgreftri, t.d. í heiðnum gröfum. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hefur verið reynt hér á landi með þessum fornu aðferðum en ofnin var byggður að fyrirmynd ofns sem fannst í Ribe í Danmörku. Þetta flokkast sem tilraunafornleifafræði og er í beinu framhaldi af vel heppnaðri  járngerð sem gerð var í fyrra en þá tókst að gera 2.8 kg af járni úr mýrarrauða í ofni sem gerður var að fyrirmynd ofns sem grafin var upp á Hálsi í Borgarfirði.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is