Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Gróðureldar á Fossi í Hrútafirði.

1 af 3

Starfsmaður Náttúrustofunnar fór og kortlagði gróðureld sem kviknaði 24. maí síðastliðinn á Fossi í Hrútafirði. Alls brann 53,5 ha svæði. Slökkvilið frá Hvammstanga kom á svæðið til að slökkva eldinn ásamt sjálfboðaliðum. Þegar fór að rigna aðfaranótt 25. maí slokknaði eldurinn endanlega. Svæðið sem brann er nærri fjórum sinnum stærra en það sem brann við Hrafnabjörg.  Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utanum gróðurelda og stærð þeirra (sbr. frétt frá 2013 http://www.ni.is/frettir/nr/13973 )

Landið sem brann var vel gróið votlendi með mýrarhöllum og flóum á milli, stinnustarar- og grasmóar ásamt mosaholtum og móa með stinnastör, krækilyngi og fjalldrapa. Á mólendisholtunum var fjalldrapinn og annar gróður illa farinn eftir brunann. Mosaholtin sem brunnu voru einnig mjög illa farinn. Mörg mýrasvæðin voru orðin græn og virtist sem eldurinn hafi mest brennt gömlu sinuna en græn nál var tekin að vaxa upp úr brunablettunum.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is