Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Gulsveðjur fundust á Vestfjörðum

Gulsveðja: Mynd: Erling Ólafsson.
Gulsveðja: Mynd: Erling Ólafsson.

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Ekki er vitað hvenær þær komust inn í bílskúrinn en öll þrjú dýrin voru dauð þegar þau fundust. Ekki er vitað hvort að þessi skordýr búa í Tunguskógi í Tungudal en það verður athugað á næstu vikum. Það lítur út fyrir að þetta skordýr finnst nú í fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vitað er um þrjá aðra fundarstaði á Íslandi: Reykjavík (1986), Keflavík (2002) og Vogar (2004).

Alguli hausinn er aðaleinkenni gulsveðjunnar en lítið er vitað um lífshætti hennar nema að hún lífir á barrtrjám, eini, þin (Abies), greni (Picea) og furu (Pinus). Hún berst hingað til lands með við en er útbreiddust á Spáni, í S-Rússlandi, N-Afríku og í Miðausturlöndum.

Nánari upplýsingar: Gulsveðja (Urocerus sah)

Náttúrustofa Vestfjarða þakkar fyrir þessi dýrasýni og langar okkur að ítreka við fylgjendur okkar um að hafa samband við okkur þegar einhver óvenjuleg náttúrufyrirbæri finnast.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is