Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Langar þig að öðlast reynslu, þekkingu og að ferðast utanlands? Kynning 27. Febrúar kl 17:30.

Mynd tekin í mars 2013 í Athausen Þýskalandi
Mynd tekin í mars 2013 í Athausen Þýskalandi

Náttúrustofan er í þátttakandi í Evrópsku samstarfsverkefni (EVEHD - Engaging Volunteers in European Heritage Discovery) þar sem aðilarnir hafa sameiginlegan áhuga á því að virkja sjálfboðaliða í sögutengdum rannsóknum og/eða fornleifafræði: uppgrefti, verndun minja og endurbyggingu og/eða endurreisn heilagra og blessaðra brunna. Verkefnið er  samstarfsverkefni á milli 6 Evrópuþjóða: Íslands, Þýskalands, Slóvakíu, Tyrklands, Rúmeníu og Englands.  

Með því að hvetja sjálfboðaliða að stunda sögulegar rannsóknir í sínu landi hvetjum við fólk og vekjum áhuga þeirra á að fræðast um bakrunn sinn og sköpum eða eflum tengingu þeirra til fornfeðra sinna og fjölga fólki sem vill læra eitthvað tengt menningu eða sögu.  Sjálfboðaliðarnir þurfa ekki að hafa menntun eða þekkingu á þessu sviði, einungis metnað og áhuga á að læra eitthvað nýtt. Sjálfboðaliðarnir þurfa einnig að vera duglegir, jákvæðir og kunna að bjarga sér í ensku. Í hverju landi mun einn starfsmaður og tveir sjálfboðaliðar taka þátt í hverri ferð og ferðast til landanna sem eru í samstarfinu. Á dagskránni er að fara til Tyrklands í maí 2014, Rúmeníu í júní 2014 og Englands í júlí 2014. Ferðin verður á Íslandi í júní 2015 en farið verður til Slóvakíu í júlí 2015 og að lokum til Þýskalands í ágúst 2015. Flug, gisting og fæði er greitt af verkefninu og áhugasömum bent á að tala við Huldu Birnu (huldaba@nave.is) eða Cristian Gallo (gallo@nave.is) eða í síma 456-7005.

 

Fimmtudaginn 27. Febrúar næstkomandi klukkan 17:30 mun vera haldin kynning á EVEHD Evrópuverkefninu á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur

 

Dagskrá:

- Hulda Birna Albertsdóttir mun kynna EVEHD verkefnið og fjalla stuttlega um það.

- Gunnvör S. Karlsdóttir mun fjalla um Guðmund Arason Hólabiskup og tengsl hans við Vestfirði og heilaga brunna. Gunnvör er að skrifa doktorsritgerð um fjórar gerðir af Guðmundar sögu biskups frá 14.öld við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, en hér er stutt ágrip af kynningunni:

Guðmundur Arason (1161-1237) Hólabiskup hinn góði var í senn harður baráttumaður fyrir kirkjuvaldi og líknari fátækra og sjúkra. Miðaldaheimildir greina frá því að hann hafi sveigt náttúruöflin undir vilja sinn, lægt storma, veitt byr, breytt vatnafari og vígt uppsprettur sem urðu háum sem lágum að helgum heilsulindum.

Þjóðsögur urðu snemma til af þessum litríka einstaklingi sem gengið hafa kynslóð fram af kynslóð en upphaf þeirra rekur sig til sagnaritunar miðalda. Þar er að finna frásagnir af brunnvígslum og lækningum Guðmundar en einnig af andófi gegn vígslum hans sem virðast hafa verið samtímamönnum hans jafn mikil ráðgáta og nútímafólki. Guðmundur átti öruggt skjól hjá Vestfirðingum á stormasömum biskupsferli og því eru margar af þekktustu frásögnum Guðmundar sagna frá Vestfjörðum. Farið verður vítt og breitt um þennan sagnaarf, sagt frá kraftaverkum og framandi hugarheimi í gamni og alvöru, árekstrum við viðteknar hugmyndir kirkjunnar og tæpt á leitinni að erlendum fyrirmyndum eftir því sem tími vinnst til.

Við  hvetjum alla þá sem áhuga hafa á viðfangsefninu og/eða hafa áhuga á því að ferðast sem sjálfboðaliðar að mæta.

Hægt verður að kynna sér framgang verkefnisins hér undir verkefni. 

Til baka

Skrifaðu athugasemd:Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is