Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Leggjakónguló fannst á Vestfjörðum

Leggjakónguló í búrinu sínu.
Leggjakónguló í búrinu sínu.
1 af 2

Páll J. Hilmarsson fann leggjakónguló (Pholcus phalangoides) á gólfinu á Ísafjarðarflugvelli í gær. Mögulegt er að það séu fleiri kóngulær af þessari tegund faldar í kjöllurum hérna á Vestfjörðum en þetta er fyrsta eintak Náttúrustofu Vestfjarða af leggjakónguló.

Líklega er um að ræða kónguló sem hefur komið með flugi frá Reykjavík þar sem leggjakónguló fannst fyrst árið 1988. Upphaflega fundust  þær einungis í heitum löndum en vegna stóraukinna vöru og farþegaflutninga finnst hún nú í flestum löndum en í kaldari löndum lifir hún einungis innandyra. Á Íslandi er hún enn talin nýr landnemi og frekar fágæt.

Oft ruglast fólk á leggjakónguló og langlegg (Mitopus morio) sem er af ættbálk langfætlna (Opiliones) en þær eru er ekki kóngulær. Leggjakóngulóin er 6-8 mm að stærð og spinnur vef á myrkum stöðum. Þær nærast á skordýrum og öðrum köngulóm og lifa í allt að þrjú ár, svo vitað sé. Kóngulóin er lítillega eitruð en það lítið að hún er ekki hættuleg mönnum.

Starfsmenn Náttúrustofunnar eru mjög ánægðir með það þegar folk kemur með framandi pöddur á stofuna og leyfir þeim að fylgjast með.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is