Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Málstofa á Hrafnseyri - Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum

Laugardaginn 8. ágúst nk. mun verða haldin málstofan “Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum” á Hrafnseyri í Arnarfirði. Málstofan hefst kl 13:00 og lýkur kl. 18:00, að henni standa Safn Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri og Náttúrustofa Vestfjarða í samvinnu við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Minjastofnun Íslands.

Fornleifarannsóknir hafa verið framkvæmdar á hinum ýmsu stöðum á Vestfjörðum undanfarin ár. Með málstofunni gefst Vestfirðingum sem og gestum Vestfjarða tækifæri til að fræðast um þessar rannsóknir. Málstofan fer fram í fyrirlestraformi og má sá dagskrá hennar hér fyrir neðan. 

Dagskrá málstofu 8. ágúst 2015:

13:00 – 13:10 Setning málstofu
Valdimar J. Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri

13:10 – 13:30 „Landnámsbærinn á Eyri“ 
Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur við Þjóðminjasafn Íslands

13:40 – 14:00 „Fornleifarannsóknir á Hrafnseyri og Auðkúlu“
Margrét H. Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða

14:10 – 14:30 „Rannsóknir á sjávar- og strandminjum" 
Ragnar Edwardsson, fornleifafræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum

14:40 – 15:00 „Söguleg samsetning þorskstofnsins“
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum

15:10 – 15:30 Kaffi

15:30 – 15:50 „Af starfi Fornminjafélags Súgandafjarðar og strandminjar í hættu á Vestfjörðum“
Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar.

16:00 – 16:20 „Störf minjavarðar“
Einar Ísaksson, Minjavörður Vestfjarða.

16:30 – 16:50 „Hið byggða landslag“ 
Gunnþóra Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Minjastofnun Íslands

17:00 – 17:10 Kaffi

17:10 – 17:30 „Samspil fornleifarannsókna, fjármagns og ferðaþjónustu“ 
Jón Jónsson, þjóðfræðingur hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga

17:40 – 18:00 „Fornleifarannsóknir í Vatnsfirði“
Karen Melik/Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is