Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Myndarlegur styrkur úr loftslagssjóði

Hrúðurkarlar í hringdansi
Hrúðurkarlar í hringdansi

NAVE, Náttúrustofa Norðausturlands og RORUM fengu nýlega úthlutað vænum styrk til að fylgja eftir fræðslu um dýralíf í fjörðum á tímum loftslagsbreytinga. Strandsvæði sjávarbyggða geta orðið meðal fyrstu vistkerfanna sem breytast af völdum hamfarahlýnunar. Þau geta því nýst eins og sýnisbók um áhrifin sem við sjáum ekki í okkar nánasta umhverfi. En þessi vistkerfi geta verið uppeldisstöðvar, svæði sem tekur við alls kyns úrgangi og eru okkur til yndis og ánægju.

Til að geta tekist á við loftslagstengd mál eru samskipti nauðsynleg, ekki síst miðlun upplýsinga frá vísindalegum rannsóknum. Með því að nota gögnin sem samstarfsfélögin hafa safnað síðustu 30 ár mun styrkurinn nýtast til að setja fram aðgengilega og ítarlega mynd af líffræðilegum fjölbreytileika botndýra í íslenskum fjörðum með gröfum, töflum, tölum, hreyfimyndum og öðrum sjónrænum hjálpartækjum sem birt verða á gagnvirkri vefsíðu. Hér er frétt um úthlutunarathöfnina.

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is