Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum. Náttúrustofan er rekin af sveitarfélögum á Vestfjörðum með stuðningi ríkisins. Náttúrustofan starfar samkvæmt lögum Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Stafssvið forstöðumanns er:                                                                           

 • Ábyrgð á daglegum rekstri Náttúrstofnunar
 • Ábyrgð á rekstri Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Sjóminjasafn Ósvarar
 • Áætlanargerð
 • Umsjón rannsókna
 • Stjórnun mannauðs
 • Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila

Menntun- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í náttúrufræðum og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
 • Framhaldsmenntun er æskileg
 • Stjórnunar- og rekstrarreynsla
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót
 • Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku

Starfsaðstaða forstöðumanns er í Bolungarvík.

Umsóknafrestur er til 25. júlí nk. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2015. Núverandi forstöðumaður, Böðvar Þórisson hættir störfum þann 1. ágúst nk. en Hulda Birna Albertsdóttir mun gegna starfi fostöðumanns þar til nýr verður ráðinn í stöðuna.

Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda til stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík eða á netfang stjórnarformanns: daniel@hotelisafjordur.is. fyrir 25. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Daníel Jakobsson formaður stjórnar í s. 820 6827.

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is