Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Öskuhaugur frá landnámsöld fannst við Grófargil

MHH við Grófargil
MHH við Grófargil
1 af 2

 

Magrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá NAVE, var kvödd til framkvæmdaeftirlits á bæinn Grófargil í Skagafirði. Þar þurfti að rífa hús og grafa gryfju til að farga úrgangi. Tekinn var fyrst könnunarskurður þar sem taka átti riðugröfina. Þar kom í ljós öskuhaugur sem var undir gjósku úr Heklu 1104 og VJ 980, (áður VJ 1000) sem er frá gosi í Vatnajökli. Öskuhaugar voru yfirleitt nær bæjarhúsum en 20 m til forna. Riðugröfin var því færð neðar, en öskuhaugurinn kannaður nánar.

Við frekari gröft fundust nokkrir gripir. Þarna var brot úr snældusnúðum, lítill hnífur og skepti úr öðrum ásamt nokkrum öðrum járngripum. Einnig fundust margir eldsprungnir steinar sem tengjast matartilbúningi og mjög vel varðveitt dýrabein úr máltíðum landnámsmanna. Mest var af húsdýrabeinum t.d úr sauðfé, nautgripum og svínum en minna af fugla- og fiskibeinum. Auðvitað var aðeins brot af þessum öskuhaug rannsakaður. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýjar upplýsingar koma fram í svona framkvæmdarannsóknum og gaman að hafa staðfest að búið var á Grófargili á landnámsöld.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is