Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Risasveppurinn jötungíma í Bolungarvík

1 af 8

Risasveppurinn jötungíma (Calvatia gigantea) fannst á ný í Bolungarvík en fyrst fannst sveppur af þeirri tegund þar árið 2006 en hefur sést einstaka sinnum síðan. Nú eru sex sveppir þar á tveimur aðskildum svæðum í garðinum. Þeir eru frá 18 – 30 cm í þvermál. Sveppurinn hefur einnig áður fundist í Árnessýslu, í Eyjafirði, á Melrakkasléttu og á Héraði.

 

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að jötungíma er talin stærsti sveppur í heimi, þ.e. sá sem myndar stærst aldin. Engan mun hafa grunað að hún yxi hér á landi, fyrr en síðla sumars 1988, að hún fannst næstum samtímis á bæjunum Smárahlíð í Árnessýslu og Þríhyrningi í Hörgárdal, Eyjafirði. Líklega hefur tegundin flust til landsins á seinni árum en hefur náð fótfestu á þessum stöðum, því að hún hefur sprottið þar upp aftur af og til (Helgi Hallgrímsson óútgefið, Helgi Hallgrímsson, Eiríkur Jensson og Hörður Kristinsson 1992).

 

Starfsmenn Náttúrustofu vonast til að geta mælt sveppina aftur þegar þeir hafa fengið að stækka meira og sjá hversu stórir þeir munu verða.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is