Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

SKÓGARMÍTILL FANNST Á ÍSAFIRÐI

Skógarmítillinn sem fannst á Ísafirði
Skógarmítillinn sem fannst á Ísafirði
1 af 2

Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði (mynd 1). Mítillinn var fullþroskuð kerling og hún var föst á hálsinum á ketti. Skógarmítill er blóðsuga sem sest á spendýr; kindur, ketti, hunda  og menn.

Ungviðið sem er  ca 1 mm á lengd heldur sig í gróðri, en þegar því vantar blóð krækir sig við blóðgjafa á leið um.Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum. Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, t.d. bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem Skógarmítill er á Vestfjörðum en hann er fágætur ennþá. Mælt er með því að eigendur katta og hunda leiti á dýrum sínum eftir mítlum. Ef mítill finnst að koma með þá til Náttúrustofunnar. Mikilvægt er að ef mítill hefur sogið sig fastan  er rétt að fara að öllu með gát þegar mítillinn er fjarlægður. Það er best gert með því að klemma pinsettuodda um munnhluta mítilsins og lyfta honum beint upp frá húðinni (mynd 2). Forðast skal að snúa honum í sárinu.

Upplýsingarnar eru fengnar af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/1009  og af heimasíðu landlæknis http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12471/Skogarmitill-(Borreliosa---Lyme-sjukdomur).

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is