Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Sandlóa úr Tálknafirði að spóka sig í Frakklandi

Þann 1. apríl síðast liðinn sást litmerkt sandlóa (♀) í Brittany í norður Frakklandi en samkvæmt litaröðuninni kemur hún frá Vestfjörðum. Þessi tiltekna sandlóa var fyrst merkt sem ungi 2. júlí 2004 í Dýrafirði.
Þremur árum síðar (2007) voru tvær fullorðnar sandlóur fangaðar á hreiðri við Sveinseyri í Tálknafirði og reyndist önnur þeirra vera með stálmerki, var þá hér komin unginn frá Dýrafirði. Sandlóan fékk litmerki og hefur hún einu sinni sést eftir þetta við Sveinseyri (19. júní 2011) og nú í Frakklandi. Eru þetta ansi góðar endurheimtur á litmerktum sandlóustofni í Tálknafirði eða 50%.

Sandlóur fara að sjást á næstu dögum á Vestfjörðum, helst er að sjá þær fyrstu við Sveinseyri í Tálknafirði og í Holtsodda í Önundarfirði en fleiri staðir koma einnig til greina. Nokkrar hafa sést á landinu og hefur t.d. ein litmerkt sandlóa sést við Stokkseyri en hún var merkt á sama svæði árið 2009.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is