Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Sjávartengd ferðaþjónusta

Séð yfir Arnarfjörð frá Hálfdán
Séð yfir Arnarfjörð frá Hálfdán

Verkefnið um „Sjávartengda ferðaþjónustu á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal er lokið og skýrsla komin út um efnið.

Markmið verkefnisins er að sjávarþorpin Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur sem öll eru á sunnanverðum Vestfjörðum verði áfangastaðir með áherslu á upplifun í sjávartengdri ferðaþjónustu til styrkingar á ímynd, nýsköpun fyrirtækja og atvinnuþróunar á svæðinu. Framkvæmdar voru grunnrannsóknir til að greina sérstöðu þorpanna og svæðisins í heild til uppbyggingar á sjávartengdri ferðaþjónustu.

Verkefnið er grunnrannsókn á svæði sunnanverðra Vestfjarða sem hefur ekki verið rannsakað sem eitt svæði áður m.t.t. sjávartengdrar ferðaþjónustu. Æskileg niðurstaða er að verkefnið bæti ímynd þorpanna og svæðisins í heild og það efli sjálfsmynd íbúa, stolt á uppruna og sögu. Einnig að skapa jákvæðara viðhorf gagnvart atvinnuuppbyggingu í sjávartengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Tilgangur verkefnisins var m.a. að fá ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu og skapa þannig auknar gjaldeyristekjur.

Niðurstöður verkefnisins benda til að stór hluti erlendra ferðamanna hafi áhuga á að dvelja lengur á svæðinu verði framboð á sjávartengdri ferðaþjónustu aukið. Einnig benda niðurstöður til þess að samsetning erlendra ferðamanna á suðursvæði Vestfjarða sé önnur en þeirra sem sækja aðra hluta Vestfjarða.

Haldin verða erindi um niðurstöður verkefnisins á veitingarstaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 14. febrúar n.k. og þann 28. febrúar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

Að verkefninu stóðu Náttúrustofa Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is