Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Sjö ára gamall „portúgalskur“ jaðrakan sást í Bolungarvík

Jaðrakan í Bolungarvík. Mynd: Cristian Gallo.
Jaðrakan í Bolungarvík. Mynd: Cristian Gallo.

Fuglar eru litmerktir til að auðveldara sé að fylgjast með ferðum þeirra og lífsháttum. Hver fugl ber einstaka samsetningu lithringja eða litflagga og má þekkja þá á löngu færi án þess að ná þeim aftur.

Þessi jaðrakan (Limosa limosa) sem sást til 7. maí í Bolungarvík er slíkt dæmi og var fuglinn merktur í Portúgal nóvember 2011. Síðan hann var merktur hefur sést til hans nokkrum sinnum í Portúgal, einu sinni í Hollandi og síðast tvísvar í Vorsabæ í Árnessýslu um vorið 2017. Ekki hefur sést til hans á Vestfjörðum fyrr en núna. Nú er spurning hvort að þessi fugl sé að verpa hér á svæðinu eða hvort hann hafi bara komið í heimsókn. Jaðrakanar verpa dreift um Vestur- og mið-Evrópu, oft í Hollandi og austur um Rússland. Til eru íslenskir jarðrakanar (Limosa limosa islandica) en þeir verpa nær eingöngu á Íslandi og halda svo að norður- og vesturmörkum útbreiðslusvæðis tegundarinnar yfir vetrartímann til dæmis til Bretlandseyja, stranda Vestur-Evrópu; frá Þýskalandi, til Portúgals og Marókko en flestir finnast á Írlandi.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is