Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Skógarmítlar fundust á ketti á Ísafirði

Mítlarnir tveir @NAVE
Mítlarnir tveir @NAVE

Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mítilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft. 

Fréttablaðið 18. júní 2020 vitnar í eldra viðtal: Mikil­vægt er að beita réttum hand­tökum þegar skógarmítlar eru fjar­lægðir. Þór­ólfur Guðnason ­segir að best sé að nota flísa­töng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, stein­olíu eða kveikja í honum og fleira. Það er al­gert bull. Frekar á að ná honum með venju­legri flísa­töng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er að­ferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking. 

Meira um mítla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands.   Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin .  í Grein á NÍ   má finna fleiri myndir. 

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is