Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Snæuglan í góðum höndum

Hjá dýralækninum
Hjá dýralækninum
1 af 5

Starfsmaður Náttúrustofunnar, Eva Dögg fylgdi snæuglunni til Reykjavíkur í gær, miðvikudaginn 23. apríl. Flogið var með flugfélaginu Erni en starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir og Svenja Auhage tóku vel á móti vestfirðingunum á flugvellinum. Uglan var skoðuð strax við lendingu á flugstöðinni en þá kom í ljós að hún var sem betur fer ekki brotin. Það var þó ljótt sár í vængkrikanum við vinstri væng og mikið mar. Förinni var því heitið upp í Víðidal þar sem Katrín Harðardóttir dýralæknir skoðaði sárið. Sárið var inn að beini og mikið drep var komið í það. Uglan fékk því fúkkalyf og sárabindi en ákveðið var að hún yrði hýst hjá NÍ í Garðabæ en það þarf að sprauta hana með fúkkalyfjum á hverjum degi í einhvern tíma og dýralæknirinn mun koma við annan hvorn dag og skipta um sáraumbúðir.

Hjá NÍ var útbúið búr og komið fyrir trjádrumbi fyrir heiðursgestinn til að sitja á. Ekki hafði fram til þessa tekist að fá hana ti að borða, en með smá færni tókst Þorvaldi Þór Björnssyni stafsmanni hjá NÍ að koma í hana 2 bitum af andarbringu. Forstöðumaður Melrakkasetursins Ester Rut Unnsteinsdóttir var stödd á NÍ en hún lagði fram nokkrar mýs handa uglunni, og aftur með lagni Þorvalds tókst að koma matnum ofaní ugluna.

Starfsmaður Náttúrustofunar skildi því við ugluna í mjög góðum höndum. Nú er bara að bíða og vona að meðferðin virki svo hún komist fljótt aftur út í náttúruna á eigin vængjum og nái sér í ferskar mýs.

Til baka

Skrifaðu athugasemd:Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is