Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Styrkur til Náttúrustofu Vestfjarða

Ein fiskilús <em>Caligus elongatus</em> og þrjár laxalýs <em>Lepeophtheirus salmonis</em>
Ein fiskilús Caligus elongatus og þrjár laxalýs Lepeophtheirus salmonis

Verkefni hjá Náttúrustofu Vestfjarða sem rannsakar sjávarlús á villtum laxfiskum fékk nýverið framhaldsstyrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis að upphæð 5,5 m.kr. Verkefnið er eitt af sjö verkefnum sem fá styrk í ár en alls bárust sjóðnum 19 umsóknir.

Fiskeldi með laxfiska í sjókvíum hefur aukist hratt á skömmum tíma hér við land og vöktun laxalúsar á villtum laxfiskum er líklega besti mælikvarðinn á hvort eldisfiskur í sjókvíum hafi neikvæð áhrif á villta stofna í nágrenni við eldissvæði. Eldislaxinn er án lúsa þegar hann er settur í kvíar en þar sem saman er komin mikill fjöldi hýsla fyrir sníkjudýr eins og lúsina þá er hætta á mögnun lúsasmits og lúsaálags.

Í rannsóknum og vöktun á lús á villtum laxfiskum í Norður Atlantshafinu er lögð áhersla á tvær tegundir sjávarlúsa sem báðar sækja í laxfiska og eru utanáliggjandi sníkjukrabbadýr úr ættinni Caligidae. Önnur er af ættkvísl Caligus og er svokölluð fiskilús af tegundinni Caligus elongatus og hin er af ættkvísl Lepeophteirus en það er svokölluð laxalús af tegundinni Lepeophtheirus salmonis https://www.itis.gov/servlet/SingleRpt/SingleRpt?search_topic=TSN&search_value=89008#null

Fiskilúsin Caligus elongatus er ekki talin tegundaháð og hefur verið skráður hýsill á fleiri en 80 mismunandi fisktegundum um allan heim. Helstu hýslar laxalúsarinnar Lepeophtheirus salmonis í Norður- og Vestur Evrópu eru lax, sjóbirtingur og sjóbleikja, lúsin finnst mjög sjaldan á öðrum tegundum fiska (Kabata 1979).

Kabata, Z. 1979. Parasitic copepoda of British fishes. Ray Society, 152. London: Ray Society.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is