Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Svæðanotkun og skyldleiki hrossa í hálfvilltu stóði

Frá vinstri: Jóhannes Sveinbjörnsson, Þorleifur Eiríksson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Helga María Hafþórsdóttir.
Frá vinstri: Jóhannes Sveinbjörnsson, Þorleifur Eiríksson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Helga María Hafþórsdóttir.

Mikilvægt er að Náttúrusofa Vestfjarða og aðrar náttúrustofur hafi samvinnu við háskóla landsins á sem flestum sviðum. Nýlega, eða 13 september 2013, var forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Dr Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur/atferlisfræðingur andmælandi/prófdómari í mastersvörn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þar varði Helga María Hafþórsdóttir verkefni sitt, sem heitir "Svæðanotkun og skyldleiki hrossa í hálfvilltu stóði í Austur Landeyjum 2007-2008". Leiðbeinandi var Anna Guðrún Þórhallsdóttir og meðleiðbeinandi Hrefna Sigurjónsdóttir. en Jóhannes Sveinbjörnsson stjórnaði vörninni. 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stóðhestar ásamt hryssum geta verið innan sömu girðingar í sátt og samlyndi, þar sem þeir skipta landinu á milli sín, hver með sitt heimasvæði. Niðurstöðurnar benda einnig til að það sé ekki einungis stóðhesturinn sem haldi hópnum saman heldur skipti sterk tengsl milli hryssnanna í hópnum ekki síður máli.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is