Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Takið þátt í heiðlóutalningu

Heiðlóa. Mynd: Bastien Louboutin.
Heiðlóa. Mynd: Bastien Louboutin.

Evrópska heiðlóutalningin verður um næstu helgi og eru allir hvattir til að vera með. Upplýsingarnar frá dögunum í kring eru líka verðmætar.

Upplýsingar um hvar, hvenær og hversu margar lóur sáust er allt sem þarf. Talningarnar þurfa ekki að vera merkilegar. Lóur sem menn sáu á rauðu ljósi á umferðareyjum komu t.d. sterkar inn í síðustu talningu 2008. Við reynum að telja það sem hægt er og slá á restina til að áætla lágmarksfjölda sem er á landinu á þessum tíma.

Athugið að það er líka mjög mikilvægt að frétta af svæðum þar sem engar lóur sáust. Það hjálpar til við að sjá hver dreifingin er yfir landið. Í síðustu talningu var t.d. kominn vetur um norðanvert landið og stikkprufur héðan og þaðan bentu til að þær lóur sem voru eftir á landinu væru einkum hér fyrir sunnan og vestan. Það bendir fátt til að við upplifum slíkan lúxus í ár.

Þegar talið er á landi (þ.e. ekki í fjörum), gjarnan í bíltúrum, er gott að skrá hversu margir kílómetrar voru eknir og hversu langt frá vegi séðar lóur voru. Þá má slá á lágmarksþéttleika. 

Tómas Gunnarsson mun svo taka saman tölurnar og koma upplýsingunum til þeirra sem halda utan um heildartalninguna og láta vita um niðurstöður (tomas@hi.is   www.sud.hi.is http://uni.hi.is/tomas).

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is