Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Tvær óalgengar skordýrategundir fundust á Vestfjörðum

Skrautygla sem fannst í Arnardal.
Skrautygla sem fannst í Arnardal.
1 af 3

Tvær framandi skordýrategundir hafa fundist á síðustu þrem vikum á Vestfjörðum. Þann 28. september fannst fíflalús (Uroleucon taraxaci) í miklum fjölda í bílskúr á Ísafirði (mynd 3) og þann 16. október uppgötvaðist Skrautygla (Phlogophora meticulosa) við útiljósaperu  í Arnardal í Skutulsfirði þar sem hún var á sveimi og var hún veidd (mynd 1). Skrautyglan fannst einnig í ljósgildru Náttúrustofunnar í Stakkamýri á Hólmavík í sömu viku (mynd 2).

Fíflalús hefur fundist áður á Vestfjörðum, árið 2010 í Bolungarvík og árið 2014 á Bíldudal. Fíflalúsin lifir á túnfíflum og þrífst best í óræktargörðum.  Fíflalús er nýlegur landnemi á Íslandi en hún fannst fyrst í Reykjavík árið 2007. Lúsin er með stærstu blaðlúsunum og er mjög dökk á lítinn en ekki eins græn eins og flestar aðrar blaðlýs. Einkenni hennar  er að flæða í fylkingum upp húsveggi, frá miðjum ágúst og fram eftir september og fara jafnvel inn um opna glugga og er það oft illa séð af garðeigendum.

Skrautyglan sem er evrópskt tegund er líklega að finnast í fyrsta skipti á Vestfjörðum en hún sést hér á landi árlega en í mismiklum mæli. Árið 1959 sást til hennar í Öræfum í umtalsverðum fjölda. Skrautygla er frekar stór ygla, guldrapplituð með einkennandi gulbrúnu og drapplituðu hringmynstri á framvæng, minnir á visnað laufblað og hringmynstrið á skorinn agatstein. Á frambol eru þrjú áberandi hárahorn og áberandi brot er langsum eftir aðfelldum framvæng. Yglurnar verpa að vetrardvala loknum, lirfur vaxa upp yfir hásumarið og púpa sig síðsumars. Ný kynslóð fullorðinna skríður þá úr púpum og leggst í dvala. Skrautygla nærist á fjölmörgum jurtkenndum plöntum. Fjölliðuð haustkynslóð leggst gjarnan í langferðir og berst þá m.a. út yfir Atlantshaf til Færeyja og Íslands. Undanfarin ár hafa fengist fleiri vísbendingar um að tegundin sé farin að festa sig í sessi hér með hlýnandi loftslagi.

Náttúrustofan hvetur Vestfirðinga til þess að taka myndir og láta okkur vita ef þeir sjá ókunnug skordýr eða fugla.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is