Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vetrarfuglatalning 2013

Hrafnar
Hrafnar

Vetrarfuglatalning hefur farið fram undanfarið og talið víða á landinu. Á norðanverðum Vestfjörðum var talið í Bolungarvík, frá Hnífsdalsá um botn Skutulsfjarðar og alla leið að Dvergasteini í Álftafirði og í Önundarfirði. Óshlíð var sleppt að þessu sinni. Það er ekki búið að taka talningarnar saman en þó mátti greina færri æðarfugla í Bolungarvík og Skutulsfirði. Tjaldar voru 47 í Skutulsfirði þar af einn litmerktur. Litmerkið sást ekki nógu vel en líklega er þetta fullorðinn fugl sem var merktur fyrir neðan Bónus (Skeiði) í sumar en hann sást 28. desember.

Talningarfólk var: Böðvar Þórisson, Cristian Gallo, Ester R. Unnsteinsdóttir, Fanney Þórisdóttir, Hilmar Pálsson, Kristjana Einarsdóttir, Petrína F. Sigurðardóttir, Þórður Sigurðsson, Þorgerður Þorleifsdóttir og Þorleifur Eiríksson.

Hilmar Pálsson sá skemmtilega sjón í talningunni og látum hér fylgja hans frásögn og mynd frá Ágústi Svavari Hrólfssyni úr myndasafni hans.

„Þegar ég var að snúa við innkeyrsluna að Arnadal að talningu lokinni, tók ég eftir hvítmáf sem hækkaði flugið og var með stórt ígulker í goggnum. Hann hækkar sig upp í um 40 metra hæð og sleppir síðan ígulkerinu, til að það brotni á steinunum í fjörunni fyrir neðan, svo hann geti gætt sér á innihaldinu (sem er mjög ljúfengt fyrir þá sem ekki hafa smakkað hrognin úr þeim). En hann tók ekki eftir hrafni sem kúrði hinumegin ár og lét lítið fyrir sér fara, og vissi alveg hvað var að gerast, um leið og ígulkerið lenti í fjörunni og brotnar, skýst hrafninn sem elding að ígulkerinu og stelur því frá máfnum, en hann settist aftur og svei mér þá ef hann var ekki mjög hissa á svipinn, er hrafninn flaug glottandi á brott.“

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is