Vetrarfuglatalningar eru búnar þennan veturinn og er Náttúrustofa Vestfjarða búin að senda sínar upplýsingar til Náttúrufræðistofnunar sem leiðir verkefnið. Markmið talningana er að safna upplýsingum um dreifingu fugla og fjölda þeirra að vetralagi og er petta langtíma verkefni og því ekki endilega hægt að koma með yfirlýsingar á breytingum frá ári til árs. Vetrafuglatalningar fara fram í kringum áramót og eru stundaðar af sjálfboðaliðum.
Hægt er að skoða niðurstöður hér: http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur
Merkilegustu niðurstöður talningana í ár eru þessar:
Tvær brandendur sáust í Önunarfirði þann 4. janúar. 9 starar sáust á Þingeyri en einnig nokkrir svartþrestir og skógarþrestir. Samkvæmt Málfríði Vagnsdóttur á Þingeyri kom fyrsti stari til hennar árið 2016.
Einkennilegt er að það sást engan hrafn á Suðurreyri á meðan fjöldi þeirra er yfir 100 í Bolungarvík.
Ýmsar vangaveltur hafa komið upp um það hvort að hrafninn sá að koma yfir Grárófuheiðina en ef einhver er með nánari upplýingar um það, þá höfum við áhuga á að fá þær.
Við þökkum þeim sjálfbóðaliðum sem tóku þátt í þessum talningum í ár og hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með næsta vetur til þess að hafa samband við Náttúrustofu Vestfjarða.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is