Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vettvangsferð á Strandir - Stundum þarf frá að hverfa

Vegirnir líktust ám
Vegirnir líktust ám
1 af 3

Þeir sem vinna í náttúrunni kannast við það að hún vinnur ekki alltaf með manni. Veður og aðstæður geta breyst á augabragði og það sem leit út fyrir að vera gerlegt og jafnvel ekkert mál í gær er ómögulegt í dag. Þetta fengu starfsmenn Náttúrustofunnar að reyna á eigin skinni síðustu helgi, svo sem ekki í fyrsta skipti og líklega ekki í síðasta skipti.

Síðustu helgi var áætluð vettvangsferð í Ófeigsfjörð á Ströndum. Tveir starfsmenn náttúrustofunnar lögðu af stað með hlaðinn bíl af sýnatökubúnaði snemma morguns föstudags. Veðurspáin var þeim ekki hliðholl en bjartsýnin var nýtt sem aldrei fyrr. Þegar komið var á strandaveg var rigningin orðin þvílík að þær lækjarsprænur sem leka yfir hann á stöðum höfðu breyst í myndarlega læki og stærðar pollar voru á vegum. Sum staðar leit sjálfur vegurinn út fyrir að vera að breytast í á. Vegurinn endar á hlaðinu á bænum í Ófeigsfirði en þar rennur áin Húsá í fjörðinn og er hægt að fara yfir hana á vaði. Þegar starfsmenn komu þar að var þeim boðið inn í kaffi á bænum meðan beðið var frétta með færð yfir vaðið og aðstæður á sýnatökustað. Stuttu síðar komu menn sem höfðu verið hinu megin við Húsánna ásamt landeiganda. Allir voru þeir innúr blautir, þrátt fyrir að vera vel búnir regnfatnaði og fegnir því að komast inní hlýju og þurrk. Þeir höfðu komist yfir vaðið við illan leik, en bíllinn festist á miðri leið. Þeim tókst þó að losa bílinn og koma sér alla leið yfir. Það var því lítið að gera en að hætta við sýnatöku þetta skiptið og allir héldu heim á leið. Starfsmönnum Náttúrustofu fannst ferðin þó ekki algjörlega til einskis, en á bænum var boðið uppá dýrindis hangikjöt með uppstúf, heimabakaða lagköku með rabbabarasultu og rjóma og uppáhelt kaffi. Einnig fengu starfsmenn að skoða aðeins Strandir og upplifa eitt mesta vatnsveður sem gert hefur á svæðinu.

Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða þakkar landeigendum gestrisnina.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is