Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Viðtal í Landanum

Purpurahimna
Purpurahimna

Landinn kom í heimsókn á starfstöð Náttúrustofunnar á sunnanverðum Vestfjörðum og tók viðtal við Evu Dögg vegna verkefnisins "Möguleikar á ræktun purpurahimnu (Porphyra spp.) og var það birt síðasta sunnudag. Innslagið í þáttinn má sjá hér.

Purpurahimna tilheyrir rauðþörungum (Rhodophyta) en tegundir hennar finnast í fjörum um allan heim þ.m.t. allt í kringum Ísland. Hér á landi má finna 11-12 tegundir af purpurahimnu. Auðveldast er að nálgast þörunginn á vorin, síðla sumars og á haustin en hann finnst í litlu magni yfir hásumarið.

Lífsferillinn skiptist í tvo ættliði, kynlið (n) og grólið (2n). Blöðin sem finnast í fjörunni eru kynliðir og æxlast með frjóum og eggfrumum. Þessar kynfrumur mynda okfrumur sem dreifast á botninn þar sem þær taka sér bólfestu í tómum skeljum. Í skeljunum spíra frumurnar og vaxa í gróliði sem eru smásæir greinóttir þræðir sem vaxa inn undir yfirborð skeljanna. Þessir gróliðir mynda gró sem losna og setjast á steina, dýr eða jafnvel aðra þörunga og verða að blöðum. Fyrir rúmum 60 árum síðan uppgötvaði þörungafræðingurinn Dr. Kathleen Drew-Baker þessa skiptingu lífsferils purpurahimnunnar en áður var haldið að gróliður hennar væri önnur þörungategund (Conchocelis rosea).

Purpurahimna er mest nýtt í matvæli og má þar helst nefna noriblöðin sem seld eru þurrkuð og flestir þekkja, sem borða sushi. Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar erlendis á hinum ýmsu tegundum purpurahimnunnar m.t.t. nýtingar en hún er próteinríkari en flestir aðrir þörungar og flest grænmeti, og inniheldur mikið magn af andoxunarefnum. Ekki er þó nægilegt magn villtrar purpurahimnu til staðar við Íslandsstrendur fyrir iðnað.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is