Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vöktun á vegum Náttúrustofunnar

Vetrarblóm nr. 20, sér í bleikan lit á blómum en ekk útsprungin ennþá.
Vetrarblóm nr. 20, sér í bleikan lit á blómum en ekk útsprungin ennþá.
1 af 2

Vorið er á næsta leiti þó að vorkoman sé eitthvað að hiksta núna eftir góðan vetur. Vorinu fylgir vöktun á lífríkinu hjá Náttúrustofunni.

Í byrjun apríl hófst vöktun á blómgun blómplantna. Það er verkefnið „Sóley“ sem Náttúrustofan hefur tekið þátt í frá 2010 eða frá upphafi. Á svæði við Hólmavík er nú fylgst með blómgun vetrarblóms (saxifraga oppositifolia). Staðan 17. apríl var sú að af 20 plöntum sem fylgst er með sér í lit blóma á 8 þeirra og hin eru komin með knúppa. Í byrjun maí verður svo fylgst með blómgun klóelftingar (equisetum arvense) og um miðjan maí byrjar lambagras (silene acaulis) og ilmreyr (anthoxanthum odoratum) að blómstra. Einnig er fylgst með holtasóley (Dryas octopetala) en hún er heldur seinni en hin blómin. Í Bolungarvík verður eins og undanfarin ár fylgst með lambagrasi, holtasóley og ilmrey.

Fiðrildavöktun hófst einnig hjá Náttúrustofunni 2010. Notaðar eru ljósgildrur til að veiða fiðrildi. Vitjað er um gildrurnar einu sinni í viku. Vöktunin hefst um miðjan apríl og stendur til loka október. Náttúrustofan er með þrjár gildrur á sínum vegum, við Þverárvirkjun og í Stakkamýri á Hólmavík og eina Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík. Fiðrildavöktun er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrustofa um allt land og ýmissa annarra aðila.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is