Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Vöktun kríu á Vestfjörðum

Kría í Skutulsfjörður
Kría í Skutulsfjörður

Krían (Sterna paradisaea) er komin á Vestfirði og fyrstu fréttir um að að hún hafi sést í ár var í Dýrafirði 8. maí, á Bíldudal 10. maí, á Pateksfirði 11. maí, á Ísafirði 13. maí og í Bolungarvík 16. maí.

 Krían flýgur lengst allra fugla á milli varpstöðva og vertrarstöðva og er algengur varpfugl hér á landi.

Krían er þekkt fyrir að verja varpland sitt af hörku og aðrir fuglar njóta góðs af því að verpa í nágrenni hennar[1]. Stærstu vörpin hafa verið á annnesjum, einkum vestanlands og norðan[2] en hún verpir á láglendum strandsvæðum og eyjum en einnig inn til landsins við ár og vötn eða við tjarnir í þéttbýli[3]. Sandsíli er aðalfæða kríunnar við sjávarsíðuna, en hornsíli inn til landsins. Önnur fæða er t.d. seyði hrognkelsa og marhnúts, skordýr, krabbadýr og burstaormar[4]. Kríuvarpi hefur hnignað víða á landinu frá og með 2005 þegar hrun varð í sandsílastofninum og varpárangur var lélegur flest árin eftir það í mörgum af stærstu kríubyggðum á Suður- og Vesturlandi[5]. Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2018 á 91 tegund fugla þá var krían ein af 41 fuglategund á válista en hún var ekki á fyrri válista Náttúrufræðistofnunar árið 2000[6]

Náttúrustofa Vestfjarðar fyrirhugar að vakta kríuvarp á Vestfjörðum og verður með langtímavöktun í talningum en marktækar talningar hafa hingað til verið tiltölulega fáar. Allar ábendingar um kríu eru vel þegnar og nú bíðum við eftir að frétta af komu Óðinshanans.

 

[1] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[2] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit 55

[3] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[4] Jóhann Óli Hilmarsson. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=14

[5] Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/kria-sterna-paradisaea

[6] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is