Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Grasagarðar Vestfjarða

Markmið

Markmið Grasagarða Vestfjarða er að varðveita íslenskar tegundir af plöntum og þá sérstaklega vestfirskar.
Lífríki er breytilegt hér á Vestfjörðum vegna veðurfræðilegra aðstæðna svo erfðafræðilegi breytileikinn getur
verið mikill. Þess vegna er ástæða til að varðaveita mismunandi kvæmi af sömu plöntunum frá ýmsum stöðum.
Sett er upp sýning sem miðlar þekkingu á sérstöðu vestfirsks gróðurfars og auðveldar fólki að kynnast þeim
plöntum sem eru á svæðinu.

Náttúrustofa Vestfjarða hóf uppbyggingu á grasagarði í Bolungarvík sumarið 2010 þegar sýningasvæðið var sett upp.

Möguleiki er á nýtingu garðsins til útikennslu í náttúrufræði fyrir skóla (og námskeiðshald) á Vestfjörðum.
Hver planta er merkt sérstaklega á íslensku, latínu, þýsku og ensku svo að erlendir ferðamenn geti einnig notið sýningarinnar.
Þar sem grasagarðurinn á að geta nýst fyrir ýmsar rannsóknir tengdar gróðri á Vestfjörðum eru plönturnar skráðar niður í gagnagrunn sem geymir upplýsingar um hverja plöntu, hvenær henni var safnað, hvar hún var tekin og GPS staðsetningarhnit hennar.

Þessar upplýsingar geta opnað marga möguleika í framtíðinni, til dæmis til að skoða áhrif hlýnunar loftslags á plöntur.

Aðgangur að sýningunni er endurgjaldslaus og eykur framboð á efni fyrir alla sem áhuga hafa á að kynna sér þennan hluta íslenskrar náttúru.

Fyrsta sýning Grasagarða Vestfjarða er sett upp í Bolungarvík og er í samvinnu
við Bolungarvíkurkaupstað. 

Sumarið 2014 var sett upp sýnng í grasagörðunum tengd nytjajurtum fyrr og nú. Sýningin var styrkt af Pokasjóði. Hægt er að sjá nytsemi plantnanna til kukls, lækninga, matar eða annarra hluta. Nöfnin eru á íslensku, ensku og þýsku. 

 

Goal

The goal of Westfjords Botanicals gardens is to preserve Icelandic species of plants and especially species local to the Westfjords.

The exhibition conveys the knowledge on the Westfjords unique flora and helps people learn about the plants in the vicinity.

The Westfjords Natural History Institute began construction of the Botanic Exhibition in Bolungarvík in the summer of 2010.

The exhibition can be used for environmental education by science classes in the Northwest.

Each plant is labeled specifically in Icelandic, Latin, German and English.

Since the Botanic Exhibition will be used for various studies related to regional vegetation the plants are listed in a database with information about each plant, when it was collected, where it was taken and GPS coordinates.

This information can open up many opportunities in the future, for example, to examine the effects of global warming on plants.

Summer 2014 opened a new exhibition about how Icelanders have used wild plants throughout history, as food, in medicine and in magic.

Access to the exhibition is free of charge and will increase opportunities for those wishing to study this part of Icelandic nature. 

_________________________________________________________________________________________________

Samstarfssamningur

Grasagarðar Vestfjarða setja upp sýningar víðs vegar um Vestfirði í framtíðinni. Fyrsta sýning Grasagarða Vestfjarða er sett upp í Bolungarvík og er í samvinnu við Bolungarvíkurkaupstað.

Melrakkasetur Íslands er samstarfsaðili að Grasagörðum Vestfjarða. Setrið hefur á stefnuskrá að setja upp grasagarð í Súðavík og mun hann verða staðsettur fyrir utan Melrakkasetur Íslands í Súðavík.

 

Cooperation

Grasagarðar Vestfjarða are in cooperation with Bolungarvik in building the garden.

The Arctic Fox Center is has done a cooperation deal with Grasagarðar Vestfjarða and will build a display there soon.

_________________________________________________________________________________________________

Söfnunar og Sýningarstefna

Söfnunar og Sýningarstefna Grasagarða Vestfjarða

_________________________________________________________________________________________________

Stofnskrá

Stofnskrá Grasagarða Vestfjarða

 


Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is