Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

1997 - 2003. Mengun við þéttbýlisstaði við sjávasíðuna

Árið 1997 hófu Náttúrustofa Vestfjarða, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra samstarf um að athuga skólpmengun við þéttbýlisstaði við sjávarsíðuna

Árið 2000 var samstarfið aukið og er nú samstarf náttúrustofa og heilbrigðiseftirlits á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi.

Valdir voru sjö staðir til að byrja athuganir á. Þeir eru: Tálknafjörður, Bolungarvík, Ísafjörður, Hvammstangi, Skagaströnd, Sauðárkrókur og Siglufjörður.

Á hverjum stað voru athugaðir nokkrir þættir á völdum stöðum. þ.e. gerlar, heildarkolefni, köfnunarefni, fosfór og lífríki botnsins.

Verkefnið er m.a. styrkt af sveitarfélögum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og framlagi á fjárlögum. Auk þess aðstoðuðu fjölmargir aðrir aðilar við verkið.

Verkefnið var fyrst kynnt með veggspjaldi á Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins í Reykjavík 1999.

Anton Helgason1, Sigurjón Þórðarson2 og Þorleifur Eiriksson3. 1999, Umhverfisáhrif skólps frá litlum sveitarfélögum á síður viðkvæmum svæðum. Veggspjald á Afmælisráðstefnu Líffræðifélagssins 1999. 1Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 2Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra,  3Náttúrustofu Vestfjarða. (útdráttur, veggspjald)

Fyrsta skýrslan um verkefnið er nú komin út.

Anton Helgason, Sigurjón Þórðarson og Þorleifur Eiríksson. 2002. Athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði. Áfangaskýrsla 1. Náttúrustofa Vestfjarða. NV nr. 3-02. 41 bls.  (útdráttu.pdf, útdráttur.doc, skýrsla.pdf)

Bókun Umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. 162. fundur, 11. desember 2002.

Fyrirlestur um fráveitur og skólp á ráðstefnu fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga 7 mars 2003.

Anton Helgason, Böðvar Þórisson, Sigurjón Þórðarson og Þorleifur Eiriksson. 2003. Fráveitur og skólp. Fyrirlestur. Ráðstefna fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga haldin í samráði við Samband íslenskara sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið 7. mars 2003 á Grand Hótel, Reykjavík. (fyrirlestur á pdf formi)

Umræðufundur um fráveitumál. Haldinn mánudaginn 24. febrúar 2003 kl: 14:00 – 15:30 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fyrirlesari: Einar K. Stefánsson. VSO ráðgjöf. (fundargerð)

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is