Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

1997 (í vinnslu) Líffræði skötuormsins

Rannóknarverkefnið Líffræði skötuormsins (Lepidurus arcticus (Pallas)) er verkefni, sem unnið er í samstarfi við Hilmar Malmquist hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs og Hrefnu Sigurjónsdóttur hjá Kennaraháskóla Íslands.

Skötuormur er langstærsta krabbadýrið sem lifir í ferskvatni á Íslandi og stærsti hryggleysinginn í vatnalífríki landsins og verður hann allt að 5 cm langur.

Skötuormar eru af fornum krabbdýrameiði sem leit dagsins ljós fyrir um 250 milljón árum á Permian-tímabilinu. Þeir virðast lítið hafa breyst í aldanna rás og vart er hægt að greina í sundur núlifandi tegundir frá 200 milljón ára gömlum steingerðum leifum. 

Markmið verkefnisins er að rannsaka vistfræði, atferli og lífsögu skötuormsins. Með rannsóknunum er stefnt að því að bæta úr þekkingarskorti á líffræði þessa sérstæða vatnadýrs, en fram til þessa hafa íslenskar rannsóknir á skötuormum verið bæði fáar og smáar í sniðum.

Vonast er til að rannsóknirnar svari áleitnum spurningum um af hverju útbreiðsla skötuorma virðist vera hnappdreifðari og stofnsveiflur meiri en gengur og gerist á meðal vatnahryggleysingja. Jafnfram er vonast til að rannsóknirnar leiði til aukins skilnings á stöðu skötuorma í vistkerfi íslenskra vatna.

Þorleifur Eiríksson2, Hrefna Sigurjónsdóttir1 og Hilmar J. Malmquist3. 1999.  Útbreiðsla, stofnstærðarbreytingar, eggjaframleiðsla og atferli skötuormsins (Lepidurus arcticus). Veggspjald á Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins. 1Náttúrustofa Vestfjarða, 2Kennaraháskóli Íslands, 3Náttúrufræðistofa Kópavogs. (útdráttur, veggspjald)

Thorleifur Eiríksson2, Hrefna Sigurjónsdóttir1 and Hilmar J. Malmquist3. 1999.  Behaviour of the Artic Tadpole Shrimp (Lepidurus arcticus). Poster. The Scandinavian Ethological Society. The 1999 Conference in Iceland. Varmaland. Borgarfjörður. April 30th  - May 2nd. 1Westfjords Natural History Institute, 2Iceland University og Education, 3Natural History Museum of Kopavogur. (Poster)

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is