Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

2001-2002 Snjóflóðavernir í Bolungarvík - mat á umhverfisáhrifum

Náttúrustofa Vestfjarða hefur haft umsjón með mati á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík.

Matskýrslu hefur verið skilað til Skipulagsstofnunar, en úrskurður liggur ekki fyrir

Þorleifur Eiríksson, Hafsteinn H. Gunnarssson, Arnlín Óladóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, Ragnar Edvardsson og Margret Valdimarsdóttir. 2002. Snjóflóðavarnir í Bolungarvík - Traðarhyrna. Mat á Umhverfisáhrifum. Skýrsla unnin fyrir Bolungarvíkukaupstað. Náttúrustofa Vestfjarða. NV nr. 1-02. (skýrsla)

Náttúrustofa Vestfjarða vinnur nú að undirbúningi fornleifarannsókna vegna byggingu snjóflóðavarna í Bolungarvík. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur hefur umsjón með verkinu.(meira)

Hættumat fyrir Bolungarvík

Tillögur að hættumati vegna ofanflóða í Bolungarvík voru unnar af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Bolungarvíkur. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Vinna við hættumat fyrir Bolungarvík hófst árið 1994 samkvæmt reglugerð sem þá var í gildi. Verkinu var síðan frestað 1995 vegna snjóflóðaslysa í Súðavík og á Flateyri. Vinna við núverandi hættumat hófs árið 2000. Niðurstöður hættumatsins verða kynntar á opnum borgarafundi 10. desember 2002 og liggja síðan frammi til kynningar í fjórar vikur.

 

Skýrslur og kort

 

Mat á hættu vegna ofanflóða í Bolungarvík (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Bolungarvíkur, 2002) (bæklingur)

 

Mat á hættu vegna ofanflóða í Bolungarvík (hættumatsnefnd Bolungarvíkur, 2002)  (greinargerð)

 

Hættumatskort, Bolungarvík (tillaga hættumatsnefndar Bolungarvíkur, desember 2002) (kort 1

 

Hættumatskort, Bolungarvík (tillaga eftir byggingu varnarvirkja)   (kort 2)

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu Veðurstofu Íslands.http://www.vedur.is/snjoflod/haettumat/bo/index.html

 

Fréttir

 

12.12.2002

 

Málefnalegur fundur um snjóflóðavarnir í Bolungarvík(frétt af BB)

 

15.11.2002

 

Hættumat fyrir Bolungarvík tilbúið og verður kynnt á borgarafundi 10 des. 2002. (frétt af BB)

 

23.10.02

 

„Snjótæknilegir ráðgjafar“ meti áhrif þess að sleppa leiðigarði. (frétt af BB)

 

7.08.02

 

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík í bið að minnsta kosti fram á haust(frétt af BB)

 

29.4.2002

 

Vakin er athygli á eftirfarandi auglýsingu frá Skipulagsstofnun.

 

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík - Traðarhyrna.
Ný gögn og framlenging athugasemdafrests um mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar. Kynningartími  tillögu  að  ofangreindri  framkvæmd  og  skýrsla  um  mat á umhverfisáhrifum hennar hefur verið framlengdur til 14. maí 2002.  Líkan af snjóflóðavarnarvirkjum  hefur  verið  búið til og er til sýnis á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar.   Matsskýrslan, ásamt nýju myndefni, liggja frammi á  eftirtöldum  stöðum:  Á  skrifstofu  Bolungarvíkurkaupstaðar,  bókasafni Bolungarvíkur,   einnig  í  Þjóðarbókhlöðunni  og  hjá  Skipulagsstofnun  í Reykjavík.  Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða:skýrsla Allir  hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. maí 2002 til Skipulagsstofnunar,  Laugavegi  166,  150  Reykjavík.   Þar  fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun.

 

19.4.2002

 

Að beiðni bæjarstjórnar Bolungarvíkur hefur verið ráðist í byggingu líkans af fyrirhuguðum snjóflóðavörnum í Bolungarvík í skalanum 1:500. Bæjarstjórn Bolungarvíkur ákvað að láta smíða líkan í kjölfar þeirra óska sem fram komu á opnum kynningarfundi sem haldinn var þann 8. apríl s.l. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að bæta upplýsingagjöf til íbúa Bolungarvíkur. Líkanið verður til sýnis í fundarsal bæjarstjórnar Bolungarvíkur frá og með 22. apríl næstkomandi.

 

3.4.2002

 

Kynningarfundur um mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík verður haldinn í Víkurbæ í Bolungarvík mánudaginn 8. apríl kl 20.00. dagskrá.

 

12.03.2002

 

Bolungarvíkurkaupstaður kynnir mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík. (skýrsla)

 

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is