Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

2004 Samspil Nátturu og mannlífs að fornu og nýju

Samspil náttúru og mannlífs að fornu og nýju

Verkefnið „Samspil náttúru og mannlífs að fornu og nýju” varð til í viðræðum Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, Ragnars Edvardssonar og Þorleifs Eiríkssonar sem mynda verkefnahóp en Anna Guðrún er verkefnisstjóri. Verkefnið fékk styrk úr sjóði iðnaðarráðuneytisins kr. 500.000 auk þess sem Náttúrustofa Vestfjarða styrkir verkefnið með jafnhárri upphæð. Unnið er að því að fjármagna verkefnið enn frekar.

Markmið verkefnisins er að skapa atvinnugrundvöll fyrir vísinda- og fræðimenn á ýmsum sviðum náttúru- og félagsvísinda, fornleifafræði, sögu og menningar á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að auka atvinnumöguleika háskólamenntaðs fólks á Vestfjörðum með því að skapa ný atvinnutækifæri.

Verkefnisstjóri hefur aðsetur á Náttúrustofu Vestfjarða og er hlutverk hans að kanna ástand gagna sem fjalla um vestfirsk málefni, leggja fram áætlun um að skrá gögn á samræmdan hátt í samvinnu við stofnanir á svæðinu og samræma vinnu annarra samstarfsstofnana. Gagnagrunnurinn verði hýstur á Náttúrustofu Vestfjarða og mun nýtast vísinda- og fræðimönnum auk háskólanema.

Þá er einnig hlutverk verkefnisstjóra að kynna Vestfirði, fyrir vísinda- og fræðimönnum svo og háskólum, sem áhugavert rannsóknarsvæði og starfsstað til rannsóknastarfa.

Ferðamannaiðnaðurinn nyti góðs af slíkri markaðssetningu því hægt væri að tengja hana náttúru- og menningartengdri ferðamennsku. Náttúrustofan heldur utan um og hýsir öll gögn og þangað munu vísinda- og fræðimenn og háskólanemar leita vanti þá upplýsingar, aðstöðu og búnað til frekari rannsóknar.

Með þessu næst vonandi það markmið að fjölga háskólamenntuðu fólki á svæðinu og fjölga atvinnutækifærum í atvinnugreinum sem ekki hafa verið til á svæðinu.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is