Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

2009 Hið vilta norður - The Wild North

Hið Villta Norður – The Wild North er Samnorrænt verkefni um þróun sjálfbærrar náttúrulífsferðamennsku á norðurslóðum. Þátttakendur koma frá Norður-Noregi, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Heimasíða verkefnisins erwww.thewildnorth.org

Yfirmarkmið verkefnisins (TWN) er að stuðla að sjálfbærri þróun náttúrulífstengdrar ferðaþjónustu og tryggja með því undirstöður greinarinnar, afkomu þeirra sem í henni vinna og varðveislu náttúruauðlinda til lengri tíma. Þátttakendur eru ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í náttúrulífstengdri ferðaþjónustu, rannsóknastofnanir og opinberir aðilar.

Á öllum starfssvæðum TWN fara fram rannsóknir þar sem leitast er við að meta þau áhrif sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur á dýrin og reynt að leita leiða til að lágmarka þau áhrif.  Jafnframt því að hámarka aðgang ferðaþjóna að dýrunum. Mikilvægt er að kortleggja náttúru og dýralíf á hverju svæði og skilgreina mögulegt verðmæti þess í ferðaþjónustu. Jafnframt að framkvæma rannsóknir á ferðamönnum á svæðinu og möguleikum á að stækka þann hóp sem kallast gæti markhópur. Gerðar eru kannanir á ferðamönnum, m.a. á upplifun þeirra í samræmi við væntingar og þarfagreining unnin með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna á reynsluheimi ferðamanna.

Haldin eru námskeið árlega, sem eru sérstaklega miðuð að þörfum ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila náttúrulífstengdrar ferðaþjónustu. Miðað er við að námskeiðin séu hagnýt og að þau séu opin aðilum á því svæði sem heldur námskeiðið hverju sinni, þó þeir séu ekki þátttakendur í verkefninu.

Niðurstöður rannsóknanna og raunreynsla þátttakenda verða notaðar til þess að útbúa "Wild North code of conduct" (WNCC) fyrir ferðaþjónustuaðila og gesti á TWN svæðinu. Slík vottunarkerfi eru mikið notuð erlendis og gera milljónir viðskiptavina náttúrulífsferða æ meiri kröfu á eitthvað slíkt þegar þeir bóka ferðir sínar. Vottunarkerfið verður helsta afurð og söluvara verkefnisins og munu ferðaþjónustuaðilar sækjast eftir því að vá slíka vottun til að auka gildi starfsemi sinnar og fá fleiri gesti. Markmiðið er að Wild North verði þekkt og virt vörumerki / vottunarmerki á Norðurslóðum.

Á hverjum áfangastað er áætlað að fólki gefist kostur á að taka þátt í rannsóknarstarfi og leggja þar með sitt af mörkum. Ferðaskipuleggjendur taka þátt í að þróa slíka pakka. Áhersla verður lögð á að auglýsa starfsemi aðila sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi.

 

Þátttakendur The wild North á Íslandi:

Vestfirðir

Melrakkasetur Íslands, Súðavík; Rannsókna- og fræðasetur HÍ, Bolungarvík; Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík; Vesturferðir, Ísafirði; Borea Adventures, Ísafirði.

Norðurland Vestra

Selasetur Íslands (verkefnisstjórn), Hvammstanga; Sveitafélagið Skagaströnd; Náttúrustofa Norðurlands Vestra, Sauðárkróki; Illugastaðir, Húnavatnssýslu.

Norðurland Eystra

Rannsókna- og fræðasetur HÍ, Húsavík; Norðursigling, Húsavík; Gentle giants, Húsavík; Hvalamiðstöðin á Húsavík.

Ráðgjafar:

Deborah Benham frá Dolphin Space Programme og Wild at Heart Ecoholidays (Skotlandi)

John Hull – John Hull Associates Inc. (Kanada) – sérfræðingur í uppbyggingu sjálfbærrar náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Vinnur að auknum tengslum TWN við aðila á Nýfundnalandi

Carol Patterson – Kalahari management Inc. (Kanada) – sérfræðingur í uppbyggingu sjálfbærrar náttúrutengdrar ferðaþjónustu

Ferðamálastofa – Veitir ráðleggingar varðandi regluverk og kemur til með að nýta sér verkefnið við eigin stefnumótun á náttúrutengdri ferðaþjónustu

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is