Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Stjórn

Stjórn stofunnar er þannig skipuð:

Formaður:
Smári Haraldsson, líffræðingur.

Meðstjórnendur:
Guðrún Anna Finnbogadóttir, verkefnastjóri.
Sigríður Gísladóttir; dýralæknir.

Varamenn:
Þorgeir Pálsson sveitarstjóri, Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri, Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri. 

 

 

Starfsreglur stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða

Stjórnarsamsetning

Sveitarfélög á Vestfjörðum, sem gerast aðilar að Náttúrustofu vestfjarða (hér eftir Nave), eiga og reka stofuna með stuðningi ríkisins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gerir samning við það sveitarfélag eða þau sveitarfélög sem standa að rekstri Nave. Í stjórn Nave sitja þrír fulltrúar, sem skipaðir eru að afloknum sveitarstjórnar-kosningum, auk þriggja varamanna. Í stjórn Nave skal einn stjórnarmanna vera formaður.

Markmið

Markmið þessara reglna er að skilgreina hlutverk stjórnarmanna Nave og háttsemi við stjórnarsetu og störf. Reglurnar eiga að stuðla að því að auðvelda stjórnarmönnum, forstöðumanni og starfsmönnum störf sín til þess að ná langtímaárangri með góðu skipulagi og skýrum útlínum um verkaskiptingu stjórnar og forstöðumanns, samskipti og upplýsingagjöf.

Verkaskipting stjórnar og forstöðumanns

Hlutverk stjórnar er að annast rekstur Nave, móta stefnu og gera fjárhagsáætlanir og hafa eftirlit með fjárhag stofunnar og starfsemi. Til að stuðla að því að stjórnin vinni að hagsmunum Nave skal gæta þess að stjórnarmenn séu óháðir stofunni. Einnig skal gæta þess að reynsla, menntun, tengsl og önnur þau atriði eða eiginleikar er við koma stjórnarmönnum og geta komið Nave til góða, séu fjölbreyttir. Stjórnarmenn hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum, þ.m.t. gagnsæja og upplýsta ákvarðanatöku.

Forstöðumaður annast daglegan rekstur Nave og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og þeim fyrirmælum sem stjórn hefur samþykkt. Forstöðumaður skal ávallt starfa af heilindum með hagsmuni Nave að leiðarljósi.

Upplýsingagjöf

Upplýsingagjöf til stjórnar fer fram á stjórnarfundum. Þó er heimilt að miðla gögnum og öðrum upplýsingum til stjórnar milli funda en um það skal ávallt upplýst á næsta stjórnarfundi og umrædd gögn eða upplýsingar varðveittar með gögnum þess fundar. Stjórnarmenn hafa aðgang að öllum gögnum um félagið sem nauðsynleg eru til að þeir geti sinnt stjórnunar- og eftirlitsskyldu sinni. Nú óskar stjórnarmaður eftir tilteknum gögnum, t.d. um rekstur og starfsemi félagsins, og skulu þau þá einnig afhent öðrum stjórnarmönnum. Fyrirspurnum stjórnarmanna um rekstur og önnur málefni Nave skal beint til forstöðumanns.

Hagsmunaárekstrar

Stjórnarmenn forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum og ber að tilkynna formanni stjórnar um hugsanlegt vanhæfi sitt. Stjórnarmenn nýta ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra sem þeim eru tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar, þ.m.t. eftir að störfum fyrir Nave lýkur.

Valdmörk

Stjórnarmenn gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu hjá Nave. Þeir sýna störfum og réttindum annarra stjórnarmanna, forstöðumanns og starfsmanna Nave virðingu. Stjórnarmenn skulu fara vel með vald sitt, taka tillit til sjónarmiða allra málaðila og gæta þess að umfjöllun sé ávallt málefnaleg.

Trúnaður 

Stjórnarmenn skulu gæta fyllstu þagmælsku og trúnaðar gagnvart Nave, bæði hvað varðar upplýsingar um málefni Nave, samstarfsfólks, viðskiptavina og starfsfólks þess. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum.

Gjafir

Stjórnarmönnum er óheimilt að þiggja greiðslur, gjafir eða önnur hlunnindi frá viðskiptavinum eða öðrum hagsmunaaðilum Nave, ef túlka má það sem sem endurgjald fyrir greiða.

Miðlun starfsreglna

Stjórnarmenn undirgangast þessar starfsreglur með undirskrift sinni og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi. Starfsreglurnar skulu vera birtar á heimasíðu vef Nave, aðgengilegar starfsfólki Nave, hagsmunaaðilum og almenningi til að þessir aðilar geti gert sér grein fyrir meginreglum þeirra.

 

Samþykkt á stjórnarfundi Náttúrustofu Vestfjarða, 29. janúar 2018


Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is