Að beiðni Vegagerðarinnar gerði Náttúrustofa Vestfjarða umhverfis- og fornleifaathuganir í Álftafjarðarbotni í Ísafjarðardjúpi. Rannsóknirnar voru gerðar með tilliti til uppbyggingar og/eða breytt breytts vegstæðis Djúpvegar nr. 61 í botni Álftafjarðar. Rannsóknirnar náðu frá Svarfhóli vestan megin í Álftafirði og rétt austur fyrir Hattardalsá. Fornleifaskýrslan hér á vefnum er um minjar í landi Seljalands en breyting verður á vegstæðinu í því á því svæði. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast skýrslur um:
Fornleifar í landi Seljalands í botni Álftafjarðar í Ísafjarðardjúpi (pdf)
Fuglar í botni Álftafjarðar (pdf)
Lýsing á leiru við Seljalandsós og Seljalandsá í botni Álftafjarðar í Ísafjarðardjúpi í maí 2011 (pdf)
Gróður í Álftafjarðarbotni (pdf)
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is