![]() |
Vestfirðir hafa einsett sér að skara framúr í umhverfismálum og að vera stóriðjulaus landshluti. Hluti af því ferli var að fá umhverfisvottun vegna reksturs sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Því markmiði var náð 2016 þegar að Vestfirðir fengu silfurvottun EarthCheck. Þann 8. nóvember 2012 tóku sveitarfélögin á Vestfjörðum ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck, sem votta samfélög. Fjórðungssamband Vestfirðinga sá um utanumhald verkefnisins og vann þær skýrslur sem þurfti til að fá vottunina. Með þessari aðgerð skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu svæðisins. Í júlí 2019 tók Náttúrustofa Vestfjarða við verkefninu og sér það alfarið um verkefnið. Öll gögn tengda verkefninu má finna hér til hliðar á síðunni. Vestfjarðastofa hefur yfirumsjón með verkefninu.
|