Ingrid útskrifaðist með meistaragráðu í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Í meistara náminu sérhæfði hún sig í fuglarannsóknum þar sem hún rannsakaði búsvæðisnotkun tjalds unga og hvernig það tengist atferli þeirra. Hjá Náttúrustofu Vestfjarða sérhæfir hún sig í fuglarannsóknum, einkum vaðfuglum, en tekur þátt í mörgum fjölbreyttum verkefnum. Í frítímanum nýtur hún þess að fara í fjallagöngu, tína jurtir, og að læra á brimbretti í vestfirskri náttúru.